Inngangur
Um allan heim er fólk á öllum aldri sem vinnur við það að setja myndir inná Instagram og tala um lífið sitt á YouTube. Þrátt fyrir það að þetta fólk fær borgað fyrir það sem þau eru að gera á netinu telja ennþá sumir að þetta sé ekki alvöru vinna. Kannski þegar þú ert búin/n að læra um þetta þá munt þú skipta um skoðun. Okkur langar að rannsaka þennan bransa meira vegna þess að við höfum allar mikinn áhuga á þessu efni og við vildum vita hvernig maður getur byrjað feril á netinu og hvernig fólk fær borgað fyrir það. Rannsóknarspurningin okkar er "Hvernig aflar fólk sér pening á samfélagsmiðlum?"
Adsense eða Google Adsense er fyrirtæki sem setur auglýsingar á myndönd og/eða við myndbönd á YouTube sem skaparinn fær svo peninginn fyrir. Það er erfitt að vita hversu mikið skaparar eru að fá fyrir myndböndin sín, en það getur verið frá $0.25 til $8 fyrir hver 1000 áhorf.
Nokkuð strangar reglur eru um auglýsingar á YouTube. Ekki má nota tónlist annara án leyfis í myndbandinu, ef þú gerir það þá oftast fær tónlistamaðurinn peninginn sem þú hefðir aflað frá því myndbandi en stundum áttu hættu á því að myndbandið verði tekið niður. Ekki neitt dónalegt má koma fram í myndbandinu (ekki má minnast á kynlíf svo eitthvað sé nefnt), annars tekur YouTube aulýsingarnar í burtu á því myndbandi.
Hvað er Adsense og hvernig virkar það?
Topp 3 Instagrammarar
1. selenagomez
2. arianagrande
3. taylorswift
Topp 3 YouTuberar
1. Pewdiepie
2. HolaSoyGerman
3. elrublusOMG
Bækur eftir fólk sem býr til efni fyrir YouTube
Einnig er hægt að afla pening með því að tala um merki sem þú vinnur í samstarfi við. T.d. þú eða merkið kemst í samband við hvortannað, semjið um upphæð, þú talar um merkið og færð peninginn. Þessi valkostur hefur líka sína veikleika. Mörg merki vilja styrkja fólk á samfélagsmiðlum sem hafa marga áhorfendur eða fylgjendur til að koma vörum sínum á framfæri þannig að fleyra fólk sér vörurnar og heyrir fólk tala um kosti þeirra og mun þá ef til vill kaupa þær.
Þú verður að tala um vöruna í eth. sérstakann tíma í myndbandinu sem gæti pirrað áhorfenduna, þú mátt oftast ekki blóta neitt í öllu því myndbandi og þú mátt ekki segja neitt neikvætt um vöruna. í Bretlandi semkvæmt lögum verður þú að koma því á framfæri áður en áhorfandinn ýtir á myndbandið þitt að það sé styrkt af merki en í bandaríkjunum eru engin lög sem segja það að þú þurfir að nefna það. Þú getur líka búið til þitt eigið merki. Þá geturu t.d. samið bók, búið til varning svo eitthvað sé nefnt. Líka er hægt að nota YouTube Red sem er áskrift sem fólk borgar fyrir og getur þá horft á myndbönd án auglýsinga, og séð myndir og þætti sem skaparar hafa sett fram sem fólk án YouTube Red geta ekki séð. Skaparar geta fengið borgað 20x meira fyrir YouTube Red áhorf en venjuleg.
Einnig eru þessar taktíkir notaðar inná Instagram og Snapchat. Oft er sagt að Instagram/Snapchat sé ekkert mál að vinna við en það eru mjög margir skaparar sem vinna hart á því hverju þeir eru að setja út. Oftast eru skaparar ekki bara að selfie með eitthverjum varalit, og setja það inn og fá pening. Oft er mikil list bakvið það að tala um vörur.
Aðrar leiðir
Heiðarleiki
Það er oft sem að áhorfendur trúa ekki fólki þegar þau tala um merki sem hafa styrkt það vegna þess að það heldur að ef það er peningur á borðinu þá verður honum að fylgja óheiðarleiki, alveg sérstaklega hjá stórum sköpurum. Það er alls ekki satt í flestum tilfellum, þó að margir ljúga og vinna í samstarfi við merki sem eru alls ekki með vörur í góðum gæðum, og gera það aðeins fyrir pening.
Neikvæðu hliðarnar
Eins og í öllum störfum eru neikvæðar hliðar. Við samfélagsmiða þá er það allt haturið sem maður fær hversdagslega. Oftast þegar fólk byrjar fyrst þá tekur það allt haturið inná sig og trúa því sem allir segja en þegar líður á árin þá fattar það að þeir sem hata eru bara öfundsjúkir og hafa sín eigin vandamál. Gott er að hunsa þau komment sem eru ekki jákvæð og stuðningsríkar. Það að vera í sviðsljósinu er andlega krefjandi alveg sérstaklega fyrir ungt fólk.
Áhrif á ungt fólk
Það eru mjög margir unglingar sem eru að fylgja þessum sköpurum sem getur verið gott og vont. Á unglings árum er maður líklegur að vera með brotna sjálfsmynd útaf því að maður er alltaf að bera mann saman við mjóu stelpurnar og mössuðu strákana á Instagram, en þetta þarf ekki að vera. Margir skaparar berjast á móti þessum steríótýpum og sýna það að maður á að vera maður sjálfur. Það er ótrúlega gaman að fylgjast með fólki á netinu sem byrjaði snemma og sjá það vaxa í gegnum árin, það sýnir að fólk og skoðanir eru alltaf að breytast.
í gegnum þessa skapara er hægt að eignast marga vini um allan heim sem hafa sömu eða lík áhugamál og maður sjálfur. Á youtube er hægt að finna heilan helling af myndböndum af slíkum vinum að hittast í fyrsta skipti. Skaparar byggja samfélög í kringum efnið þeirra og því safna saman fólki sem hefði ekki annars hist.
Vilt þú stofna YouTube rás?
Hver sem er getur byrjað feril á YouTube eða á hvaða öðrum samfélagsmiðli sem er. Það er mikil vinna sem fer í það allt en ef maður hefur áhugan þá getur maður byggt upp fylgjendahóp. Til að fá borgað fyrir vinnu sína á samfélagsmiðlum þarf maður að vera með ágætlega stóran fylgjendahóp og pósta efni regulega.
Við settum út skoðunarkönnun og fengum yfir 50 svör á henni. 48% af þeim sem svöruðu henni töldu það að vinna við samfélagsmiðla væri 'alvöru vinna', 41% sögðu að það færi eftir ýmsu, og síðustu 11% töldu það ekki vera alvöru vinnu.
21 af þeim 31 á aldrinum 13-17 ára svöruðu að þeir horfðu oft á YouTuber-era, sem er u.þ.b. 68%. En af öllum sem svöruðu horfðu 44% oft á YouTube-era.
67% svöruðu að þeir voru með snappara sem þeir horfðu oft á og 44% svöruðu að þeir voru að fygja fólki á instagram sem fær borgað fyrir myndirnar sínar.
52% sögðust ekki getað séð sig í þessum bransa, og 24% sögðust ekki vera viss.
Við tókum viðtal við skapara á YouTube frá Íslandi sem heitir Didda. Hún er 19 ára og hefur verið að búa til myndbönd mjög lengi, svo lengi að hún telur það vera partur af æsku hennar. Hún er með yfir 65.000 áskrifendur á YouTube og 39milljón áhorf á öllum myndböndum hennar samanlagt. Við fengum heiðurinn að taka stutt viðtal við hana og að vita hennar sjónarhorn á þessu efni.
Viðtal við Diddu
Hvað heitir þú?
Ég heiti Didda.
Getur þú útskýrt hvernig efni þú býrð til fyrir YouTube í fimm orðum?
Í fimm orðum? svona listrænt... fyndið...uhhh... Nei! eiginlega ekki, mér finnst alltaf mjög erfitt að útskýra það. Ég bý bara til það sem ég vil, bara listrænt og fyndið og bara bull.
Hvað fer í það að búa til myndband?
Það er svona mismunandi. Það getur tekið rosalega langan tíma eða verið rosalega einfalt. Ég tek yfirleitt rosalega langan tíma. Þá þarf ég að finna hugmynd, oft er hugmyndin svona beinagrind einhvernvegin og ég þarf að fylla inn í það og svo tek ég upp og svo byrja ég að klippa og þá er það oft þannig að ég er ekki með nóg eða að það er rosa mikið sem ég nota ekki og svo þarf maður að finna tónlist.
Er YouTube eitthvað sem þú gerir ásamt annari vinnu?
Ég er í skóla, og ég er ekki með aðra vinnu utan menntaskóla nema sumarvinnu, og svo er ég með fullt af öðrum áhugamálum þannig að þetta er eitt af áhugamálunum mínum þótt að það væri mjög gaman að gera þetta að vinnu.
Býrð þú til myndbönd til þess að afla þér pening eða bara af því að þér finnst það skemmtilegt?
Ég byrjaði af því að mér fannst það skemmtilegt, en núna er ég byrjuð að fá smá pening fyrir það en ég held áfram vegna þess að mér finnst það skemmtilegt.
Heldur þú að það sé mikill munur á að vera YouTuber í Bandaríkjunum og á Íslandi?
Nei, ekkert endilega. Þetta er svo sniðugt vegna þess að þetta er á netinu það skiptir ekki hvar maður býr en ég held að svona fyrir tækifæri þá bara að hitta aðra eða að vinna með fyrirtækjum þá held ég að það sé léttara. Ég er einhvernvegin soldill útlendingur.
Heldur þú að þú mun halda áfram að vaxa á YouTube í framtíðinni?
Já ég vona það. Bæði í áhorfendum og í persónleika og því sem ég bý til.
Heldur þú að YouTube mun verða mikilvægari hlutur í lífi þínu í framtíðinni?
Ég veit það ekki. Ég vona það. Það er nú þegar svo stór partur af lífi mínu vegna þess að ég hef verið að gera það svo ógeðslega lengi þannig að það er einhvernvegin partur af æsku minni en ég vona að ég get haldið áfram að setja myndbönd á YouTube.
Hvað viltu segja við fólk sem telur það að YouTube sé ekki alvöru vinna?
Ég skil það, ég skil afhverju fólk heldur að það sé ekki alvöru vinna, en það er rosalega mikil vinna sem felst í því að gera myndbönd og utan þess að svara tölvupóstum og að sjá um allt það þá er það rosa mikil vinna þannig maður á ekkert að halda neitt annað. En annars skil ég það af því að þess að þetta er soldið óhefðbundin vinna.
Sigríður Þóra. (viðtal, 22 maí 2017)
KYNNING
VERKEFNI
Niðurstöður
Niðurstaðan við okkar verkefni var sú að hver sem er getur aflað sér pening á samfélagsmiðlum, og að það eru þrjár aðal leiðir til að gera það. Sú fyrsta er að nota Adsense, sem setur auglýsingar við myndbönd á YouTube. Önnur leið er að auglýsa merki/fyrirtæki sem þú vinnur í samstarfi við og auglýsa vörur þeirra. Síðasta leiðin er að búa til sitt eigið merki (semja bækur, gefa út tónlist, föt eða aðrar vörur), og auglýsa merkið þitt í gegnum samfélagsmiðlana. Fólk aflar sér mest pening í gegnum auglýsingar og að auglýsa vörur á samfélagsmiðlum, og að fá styrk frá fyrirtækjum.